Garðaþjónusta

Við bjóðum uppá alla almenna garðaþjónustu fyrir garðinn þinn. Persónuleg þjónusta og viðskiptavinir okkar eru flestir í áskrift. Við komum á staðinn og gerum tilboð, þér að kostnaðarlausu.

Meira um garðaþjónustu

Garðsláttur

Það er fátt fallegra en snyrtileg og vel hirt grasflöt og sumarið er loksins komið þegar þú finnur ilminn af nýslegnu grasi. Við komum og gerum tilboð þér að kostnaðarlausu. Afsláttur fyrir áskrifendur.

Meira um garðslátt

Beðahreinsun

Við bjóðum uppá beðahreinsun. Á vorin þarf að hreinsa beð, fjarlægja rusl sem fokið hefur yfir veturinn og raka laufum í burtu. Reita þarf illgresi og arfa í burtu til þess að þau nái ekki yfirhöndinni.

Meira um beðahreinsun

Trjáklippingar

Við tökum að okkur að klippa tré og runna. Best er að klippa runna til síðla vetrar eða að vori til, áður en þeir fara að vaxa ársvöxtinn yfir sumartímann. Einnig fellum við og fjarlægjum tré.

Meira um trjáklippingar

Garðaúðun

Hjá okkur getur þú fengið garðaúðun sem ver garðinn, tré og runna fyrir meindýrum sem geta verið hvimleið og valdið töluverðum skaða ef þau fá að vera óáreitt í garðinum þínum.

Meira um garðaúðun

Þökulagnir

Við þökuleggjum, leggjum nýjar túnþökur eða gerum við grasflatir þar sem þarf ef um grasskemmdir er að ræða. Undirbúningur, efnisval og vandaður frágangur eru lykilatriði við þökulagnir.

Meira um þökulagnir