Trjáklippingar eru vorverk í garðinum.

Trjáklippingar

Við klippum tré, limgerði (hekk) og runna. Tré og runna ætti að klippa síðla vetrar eða snemma vors, þegar lögun greina er vel sjáanleg, áður en laufgun verður. Klipping örvar vöxt og blómgun.

Klippingar eru ekki eins á öllum tegundum, því þarf að vita hvaða tegundir eru í garðinum þínum, áður en við hefjumst handa við að klippa. Sendu okkur línu því við komum og skoðum garðinn þinn og gerum þér tilboð, þér að kostnaðarlausu.

Berjarunnar

Berjarunna eins og rifs, fjallarifs og sólber þarf að klippa til þess að þeir endurnýji sig og gefi góða uppskeru. Greinar eldri en tveggja ára gefa mestan ávöxt. Úr gömlum runnum er best að klippa greinar innan úr.

Birki

Birki og Hlynur eru svokallaðir blæðarar þ.e. safi rennur úr þeim þegar klippt er. Birki þarf því að klippa áður en það fer að bruma á vorin.

Kvistir

Kvistir eru runnar sem blómstra hvítum eða bleikum blómum. Bleikblómstrandi má klippa vel niður því þeir blómstra á greinum sem vaxa það sumarið. Hvítblómstrandi kvisti má klippa heilu greinarnar inn á milli, því þeir blómstra á eldri greinum.

Limgerði

Limgerði er nauðsyn að klippa til þess að þau þétti sig og haldi fallegri lögun. Ef langt er síðan limgerði hefur verið klippt, ef það er orðið úr sér vaxið getur verið gott að klippa það alveg niður og leyfa því að vaxa upp aftur. Af ungu limgerði er gott að klippa um tvo þriðju hluta af ársvexti síðasta árs.

Rósir

Brotnar, skaddaðar og kalnar greinar þarf að klippa burt af runnarósum, til þess að þær nái sér á strik að nýju. Ef nokkrar gamlar greinar eru klipptar langt niður, hvetur það til nývaxtar.

Sígrænar plöntur

Auðvelt er að forma sígrænar plöntur, greni af ýmsu tagi, í falleg limgerði. Til þess að þau þétti sig þarf að skilja nokkrar nálar eftir á greininni, annars á að klippa alveg upp við stofninn.

Sírenur

Betra er að klippa sírenur eftir blómgun á sumrin, til þess að ekki sé tekið af öllum blómstrandi greinum, heldur er þá hægt að velja þær sem skal klippa.

Tré

Af trjám þarf að klippa dauðar greinar svo þau vaxi og dafni. Innvíxandi greinar þarf að fjarlægja til þess að tréð haldi fallegri lögun.

Garðaþjónusta

Auk trjáklippinga bjóðum við aðra þjónustu, beðahreinsun, garðslátt, garðaúðun og þökulagnir.

Skoðaðu verð fyrir trjáklippingar, við veitum afslætti til öryrkja og ellilífeyrisþega.

Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð fyrir garðinn þinn.