Tré og fallegur garður

Garðaþjónusta

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á vandaða þjónustu við umhirðu garða og grasflata.

Við leggjum metnað okkar í fagleg vinnubrögð og ræktum hvern garð eins og hann væri okkar eigin.

Alhliða garðvinna er á okkar færi, það er ekki til sá garður sem við getum ekki fegrað á einhvern hátt. Helstu þjónustuþættir okkar eru:

Við gerum flest allt sem við kemur umhirðu garða s.s. áburðargjöf, kantskurður, beðahreinsun, aðstoðum með illgresi og útvegum úðun.

Við viljum veita viðskiptavinum okkar persónulega þjónustu og ár eftir ár kjósa viðskiptavinir okkar að vera í áskrift hjá okkur. Ef þú hefur áhuga á að slást í hóp ánægðra viðskiptavina, hafðu samband og fáðu frítt tilboð í þjónustu á garðinum þínum.

Ellilífeyrisþegar og öryrkjar njóta afsláttarkjara af garðvinnu hjá okkur.