Garðaúðun

Garðaúðun

Við tökum að okkur garðaúðun fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög.

Garðaúðun þarf að fara fram snemma sumars til þess að hún beri tilætlaðan árangur. Hægt er að úða garðinn fyrir maðki og lús eða hverri annari óværu sem getur verið að hrjá garðinn þinn. Maðkur og lús éta blöðin á trjám og runnum í garðinum. Blöðin á plöntunum verða ljót, geta eyðilagst og jafnvel er það til að plönturnar séu étnar upp til agna, ef ekkert er að gert.

Við úðum með eitri, svo eftir úðun þarf að takmarka umgengni um garðinn. Við merkjum garðinn þannig að ekki fer á milli mála að hann hefur verið eitraður og varast skal umgengi um hann. Eftir 24 klukkustundir er í flestum tilfellum hægt að vera aftur í garðinum.

Garðaþjónusta

Auk sláttuþjónustu bjóðum við aðra garðaþjónustu, beðahreinsun, garðslátt og trjáklippingar og þökulagnir.

Skoðaðu verð fyrir garðslátt, við veitum afslætti til öryrkja og ellilífeyrisþega.

Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð fyrir garðinn þinn.