Greitt er fyrir garðvinnu í heilum og hálfum klukkustundum. Að lágmarki er tekið gjald fyrir vinnu í hálfa klukkustund.
Greitt er fast gjald fyrir akstur starfsmanna á stað þar sem garðvinna fer fram.
Greitt er fyrir förgun á úrgangi, við rukkum fyrir hverja kerru.
Þegar pantaður er sláttur í stakt skipti þá er greitt grunngjald sem samanstendur af kostnaði við að mæta á svæðið, vinna í allt að 45 min (tveir starfsmenn), akstur, hirðing á úrgangi og förgun.
Við verð bætist virðisaukaskattur sem er 24%.
Afsláttur og áskrift
Af okkar vinnu, veitum við afslátt til eldri borgara og öryrkja. Mundu eftir að nefna það við okkur, þegar þú hefur samband, til þess að við getum gefið þér rétt verð.
Fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög sem eru í áskrift hjá okkur, veitum við einnig afslætti. Þú færð hjá okkur gott verð í þá garðaþjónustu sem þú þarft á að halda hverju sinni.
Garðvinna
Við bjóðum uppá fjölbreytta garðaþjónustu:
Verðtilboð
Við gerum þér tilboð að kostnaðarlausu, hafðu samband strax í dag. Þú getur líka hringt í Matta: 865 8712 eða Robba: 866 1635
eða sent okkur línu á lodaslattur@lodaslattur.is.