Vel hirt grasflöt

Garðsláttur

Alhliða og regluleg umhirða grasflata er lykilatriði fyrir flesta sem vilja eiga fallegan garð.  Við sláum lóðir fyrir heimili, fyrirtæki og húsfélög og leggjum metnað í að veita viðskiptavinum okkar þjónustu sem þeir kjósa að nýta sér ár eftir ár.

Sláttur, hirðing og förgun

Við vinnum mest allan garðslátt með litlum vélum en með því næst fallegri sláttur. Meðfram öllum köntum er slegið með orfi til að ná til allra staða. Að loknum slætti eru stéttar og pallar sem liggja að grasi sópaðar, við göngum snyrtilega um garðinn þinn. Grasið er svo hirt og fargað á viðeigandi hátt.

Áburður á gras

Á vorin, samhliða fyrsta slætti, getur verið ágætt að bera áburð á grasflötina. Regluleg áburðargjöf ásamt reglulegum garðslætti eru lykilatriði í því að viðhalda fallegu grasi og halda mosa í grasflötinni í lágmarki.

Hversu oft þarf að slá grasið?

Yfir sumartímann borgar sig að slá lóðir reglulega, á 10 daga til tveggja vikna fresti er ágæt þumalputtaregla. Þetta fer þó allt eftir sprettu.

Sláttuþjónusta í áskrift

Við erum stolt af því að 99% viðskiptavina okkar velja að vera með slátt í fastri áskrift ár eftir ár. Í fastri áskrift þá þarft þú ekki að hugsa um neitt og getur farið áhyggjulaus í fríið. Við komum reglulega og sláum grasið, 5 - 8 sinnum yfir sumarið, hve oft ræðst af sprettu.

Auk sláttuþjónustu bjóðum við aðra garðþjónustu, beðahreinsun, garðaúðun, trjáklippingar og þökulagnir.

Skoðaðu verð fyrir garðslátt, við veitum afslætti til öryrkja og ellilífeyrisþega.

Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð fyrir garðinn þinn.