Við þökuleggjum garðinn fyrir þig. Við tökum bæði að okkur að leggja nýjar þökulagnir en sinnum einnig viðgerðum og lagfærum grasskemmdir. Það kemur fyrir að gras er kalið eða skemmt með öðru móti eftir veturinn. Þá getur verið gott að þökuleggja upp á nýtt.
Við undirbúum lóðina sem á að þökuleggja, með því að slétta jarðveg og undirlag þar sem þess þarf og með áburðargjöf, því til þess að þökurnar nái góðri festu skiptir miklu máli að þær séu ofaná góðum jarðvegi.
Eftir að búið er að leggja þökurnar niður, er mikilvægt að tryggja að þær séu vökvaðar svo þökurnar nái að skjóta rótum og festa sig í sessi. Einnig þarf að fylgjast með að sprettan sé jöfn og því getur verið gott að gefa þökunum áburð fyrst eftir að þær eru lagðar. Í framhaldinu þarf svo að slá grasið á garðinu, þú getur komið til okkar í áskrift að garðslætti.
Við tökum að okkur þökulagnir fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög.
Garðaþjónusta
Auk tyrfingar og þökulagna bjóðum við aðra garðaþjónustu, beðahreinsun, garðaúðun, garðslátt og trjáklippingar.
Skoðaðu verð fyrir garðslátt, við veitum afslætti til öryrkja og ellilífeyrisþega.
Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð fyrir garðinn þinn.